Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, september 20, 2004

Hamagangur á Hóli

Já það var sannkallaður hamagangur á Hóli hjá okkur um helgina, á laugardag var haldið í annað sinn upp á afmælið og fullt af kökum og enn fleiri pakkar komust í hús, veit ekki hvar þetta endar!!

Á sunnudag var annrskonar hasar.....þar sem bumbubúinn hennar Birgittu ákvað að nú væri kominn rétti tíminn að láta ljós sitt skína og drífa sig í heiminn. Þannig að við fengum að taka þátt í öllu á óbeinan hátt þar sem krakkarnir voru hjá okkur, já ekki bara Natalía og Davíð heldur líka börn Vöku systir hennar, sem fór með henni upp á fæðingardeild þar sem Toddi var staddur á Íslandi og missti af öllu fjörinu!! Og Ari maður Vöku var í fótboltaferðalagi. Svo það var aldeilis fjör hjá okkur á sunnudaginn, reyndar var þetta nú ekkert mál þar sem krakkarnir eru vanir að leika sér öll saman og þetta gekk rosalega vel. Við (Ég, Natalía, Davíð og Isabella) fórum svo upp á sjúkrahús í gærkvöldi að skoða stubbinn. Hann var auðvitað dauðþreyttur enda var þetta erfiður dagur hjá honum, hann kom ekki út fyrr en hann var tekinn með keisaraskurði eftir langan og strangan dag.

Birgitta, Toddi, Natalía og Davíð til hamingju með litla fallega strákinn ykkar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim