Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, september 12, 2004

mánudagur til mæðu

Gummi er að skutla foreldrum sínum á lestarstöðina og svo ætlar lestin að skila þeim heilum á höldnu til Kastup þar sem þau eiga flug seinna í dag. Vona að þau komist klakklaust heim. Við erum búin að eiga náðuga daga með Möggu og Pétri, og erum búin að sýna þeim smá hluta Fjóns og Odense, erum líka búin að borða á okkur gat eiginlega upp á hvern dag. Gæti varla verið betra. Fórum í Egeskov og í dýragarðinn, og hafnarsafnið.

Í gærkvöldi fór ég síðan í saumaklúbb upp á raski, það var rosa fínt að hitta alla aftur, það er ferlega langt síðan að við hittumst síðast. Það hefur týnst smá úr hópnum, en allavega 2 nýjar komnar inn. Einn hornfirðingur meira að segja.

Á laugardagskvöld vorum við hjónaleysin í kvöldgöngu þegar til eyrna okkar bárust þessi undarlegu hljóð, við gengum auðvitað á óhljóðin.......eins og heiðvirtum borgurum ber manni að bjarga fólki í nauð.......þessi óhljóð minntu nefnilega á manneskju sem væri verið að pinta.....kom nú seinna í ljós eftir að Gummi hafði stokkið inn í íbúð 1102 vopnaður exi að þessi hljóð bárust frá Axel sem var að hamast við að syngja í karókí keppni sem var haldin þarna í íbúðinni. Úbbbbbs tókum sem sagt smá feil þarna. Steini Mæja, Ólöf og Axel, Berglind og Óli voru þar að æfa sig í karókí og auðvitað slógumst við bara í hópinn og sungum 1/2 lag. Ekki skánuðu óhljóðin við það að við slógumst í hópinn og ákváðum við þá að rölta heim á leið áður en varnarliðið væri ræst út!!


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim