Gleðidagur...............
í dag er sannkallaður gleðidagur, í fyrsta lagi þá á Sigurrós afmæli og ég er mjög glöð yfir því að loksins er ég ekki sú gamla, nú getum við báðar verið gamlar skvísur. Til hamingju gamla mín, vona að strákarnir þínir stjani við þig í dag.
Í öðru lagi þá er föstudagur og það er að koma helgi, ég elska föstudaga, það er alltaf lang auðveldast að vakna á föstudögum, það er morgunkaffi í vinnunni og alltaf fullt af tilhlökkun eftir helginni. Þó svo að maður sé ekki að fara að gera neitt sérstakt. Er að fara hitta hana Önnu pönnu og kíkja í bæinn.
Og svo er ég líka svo ótrúlega glöð yfir því að umsóknin mín var valin til úthlutunnar á 85.000 DKK. Jammms ótrúlegt en satt þá fékk ég skólastyrk til eins árs frá danska krabbameinsfélaginu. Þetta er frábært og ég er búin að svífa hérna um rannsóknarstofuna, tærnar á mér snerta varla gólfið.......sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur. Freyja svífandi í hvítum slopp veifandi brjáluðum pípettum og sýnum í allar áttir :-) Mads tilkynnti mér þetta í gær og það var dansaður stríðsdans hérna um allan ganginn og var þvílíkt kátt í kotinu. Núna verð ég að baka köku og koma með á mánudaginn.
Svo nú er bara að halda tungunni inní munninum og gera eitthvað af viti fyrir þessa peninga, stakk nú reyndar uppá því við Mads að við skelltum okkur bara í ágæta heimsreisu.....´sjáum til. Ætli sé ekki mikilvægara að reyna að finna eitthvað gáfulegt út úr niðurstöðum rannsóknarinnar, svona til að byrja með, getum svo skroppið í tjaldútilegu upp í kolonihave fyrir afganginn. Það gæti nú alveg verið góð hugmynd!!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim