Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, október 22, 2004

Verkfall á kollegi-inu

Jamms nú er síminn hérna á svæðinu farinn í verkfall og í þetta sinn er það að öllum líkindum endanlegt. Þegar við fluttum hingað á kollegið þá var þessu svoleiðis háttað að við fórum út á skrifstofu sem var opin einu sinni í viku og borguðum inn á símann til þess að við gætum haft samband við umheiminn. Fyrir nokkrum mánuðum var skrifstofunni lokað og við gátum ekki borgað inn á símann, en það hefur verið hægt að hringja í okkur og við höfum getað notað símann innanhúss þe innankollegi-sins (oft löng og mjög ýtarleg símtöl þar sem þau kosta ekki neitt og manneskjan sem þú talar við býr í næstu íbúð!!! Sælla minninga). Núna er búið að loka á þessi fríðindi og ekki lengur hægt að hringja innanhúss né utanfrá, demn. En vegna þessa síma(númera)leysis neyddist ég til þess að hjóla út um allt kollegie í gærkvöldi og kom heim blaut og hrakin eftir þessa útiveru. Auðvitað er ég með planB, það er að ég er komin með nýtt símanúmer, get nú ekki verið símalaus í hálfan dag og númerið er 65963221.

Svei þessum bjánum sem lokuðu símanum, gera þeir sér grein fyrir hversu slæman grikk þeir gera okkur húsmæðrum með þessu!! Er að hugsa um að fara í verkfall yfir þessu.

Veit nú ekki alveg hvað ég er að æsa mig því ég er að flytja eftir viku!!! En það þýðir ekkert annað en að sína samstöðu!! er það ekki málið..

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim