Sundstelpan flinka
Ársól var að byrja í sundkennslu í gær. Kom inn á mitt námskeið þar sem það losnuðu nokkur pláss. Þetta var auðvitað frekar stressandi þegar maður er svona nýr og allir hinir eru búnir að vera lengur en þú sjálfur. Svo hún var ekkert allt of upprifin og var að hugsa um að hætta við þegar við vorum komnar í búningsklefann. En nei hún lét sig hafa það. Var mætt ofan í laugina kl 18. og þar voru 10 strákar og 2 stelpur. Fengu froskalappir til þess að synda með og hún stakk strákana af. Ekkert smá snögg að synda. Þegar við vorum komnar heim þá er hún að lýsa þessu fyrir pabba sínum og segir " pabbi það kom mér á óvart hvað ég er góð að synda" hahahaha mér fannst þetta ekkert smá fyndið. Hún mátti alveg vera montin að hafa verið með þeim fljótustu, og það er sko ekki leiðinlegt. Þannig að við mætum galvaskar í næsta sundtíma eftir viku.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim