Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Búið að ryðja göturnar og píparinn er með ofskynjanir...

Í morgun var loksins búið að ryðja hjólastígana svo nú er manni óhætt að spítta í á hjólafákinum. Ekki var það snjór sem var farartálmur heldur voru það laufblöð sem príða nú götur og hjólastíga bæjarins. Blöðin eru sko alls ekki minna hættuleg en snjórinn og ég er búinn að sjá tvo fljúga á hausinn þar sem var búið að myndast lagleg hrúga af laufblöðum.

Annars er það helst að frétta að ég er ótrúlega léleg að kveikja upp í kamínunni hjá okkur. Var að reyna að kveikja upp í gær án árangurs.

Píparinn minn er líka komin með einhverjar ofskynjanir og farinn að halda að hann sé rafvirki. Er búinn að vera síðustu daga að brasa í rafmagninu hjá okkur og í fyrradag endaði það með svaka sprengingu og ég þorði varla fram í eldhús til að tékka hvort hann væri á lífi. Í gær endaði þetta með því að honum tókst að sprengja öryggin í húsinu!! Við Ársól ferðumst því núna alltaf vopnaðar vasaljósum því það er aldrei að vita hvenær hann lætur næst til skarar skríða.


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim