Ekki bara læknaveiki
Ég var áðan hjá leiðbeinandanum mínum honum Torben sem er aðalgæinn hérna á svæðinu, rosa klár kall. Hann var sem sagt að hjálpa mér við umsókn sem ég er að fara að senda og var að fara yfir dönskuna mína sem er kannski ekki til frásögu færandi nema að þegar ég settist viður og ætlaði að fara að leiðrétta þá skildi ég ekki neitt hvað stóð á blaðinu. Skriftin hans er algerlega ókiljanleg. Úffffff púffff ég er búin að sitja yfir þessum texta í örugglega klukkutíma og gat bara ráðið í einn og einn bókstaf, en ekki heil orð og hvað þá setningar.....ekki sjéns. En ég gat bara ekki farið inn til hans aftur og beðið hann um að þýða leiðréttingarnar hans...hljóp þá niður og hitti eina sem er búin að vera svo lengi hérna að hún er farin að þekkja hrafnasparkið hans og hún hjálpaði mér. En það eru greinilega fleiri en læknar sem hafa þessa veiki með skriftina.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim