Veðurfar
Mér eins og sönnum íslendingi sæmir finnst mjög gaman að tala um veðrið. Þetta er klassískasta leið til þess að halda uppi umræðum þegar maður veit ekkert hvað maður á að tala um.
En málið er að í gær klæddi ég mig eins og ég væri að fara á pólinn, þegar ég opnaði síðan útudyrnar dúðuð í alan þennan skrúða tilbúin að berjast í gegnum kulda á leið í vinnuna. Hvað mætir mér þarna í tröppunum............allavega ekki kuldinn. Því hitinn var um 5 gráður, púff hvað það var heitt að hjóla. Hvað lærir maður af þessu EKKERT ég geri örugglega sömu mistökin í næstu viku!!! En kannski ég kanni nú aðeins veðurfarið áður en ég sendi Ársól í kuldagalla í skólann í 15 atiga hita.
Er að fara til Köben á eftir að hitta hana litlu sætu Auði Ísold og stóra sæta bróðir hennar Fjalar Hrafn og sætu mömmu þeirra hana Helgu og jú jú sæta pabba þeirra hann Þórir ( má víst ekki skilja hann útundan í þessu sætu tali hérna) Hlakka til (er líka með risa pakka...) hehe ussss ég ætla ekki að segja hvað er í honum....
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim