Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, nóvember 22, 2004

Tíu sinnum upp og niður tröppurnar

Ótrúlegt, ég þurfti að hlaupa inn tíu sinnum og sækja hluti sem við Ársól (aðallega hún) gleymdum (gleymdi). Henni lá nefnilega svo mikið á að komast í skólann þar sem hún var að fara að gera grímur og búninga. Ætlaði að hlaupa út í innskóm og á peysunni, ekki alveg rétti klæðnaðurinn sem hæfir þessum kulda. Mér tókst að troða henni í úlpu áður en hún hljóp út. Vorum komnar út í bíl og þá var hún enn í innskónum, þurfti því að hlaupa inn og sækja kuldaskóna, fór út aftur og þá var hún ekki með vettlinga né húfu og svona var þetta endalaust eitthvað sem gleymdist. 'uffff púffff. en við komumst þó að lokum af stað og komum meira að segja á réttum tíma í skólann.

Gumma tókst að læsa Per (sem býr á efri hæðinni) inni. Gummi var að koma inn og læsir kjallarahurðinni með svo klingjulás seinna þá heyrðum við aumingjalegt bank, hélt samt bara að þetta væri Ársól að leika sér, pældi ekkert of mikið í þessu. En þegar bankið hætti ekki fór ág fram á gang og þorði varla að opna kjallarann, hélt að kannski væri innbrotsþjófur þarna (daaaa innbrotsþjófur sem bankar) en loksins þegar ég hafði hugrekki í að opna og skaust Per upp með fangið fullt af þvotti, frelsinu feiginn. Greyið strákurinn búinn að standa þarna og ekki komast neitt. Fáum ekki mörg stig hjá honum sem góðir grannar......

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim