Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, desember 08, 2004

Fór aftur á hestbak í gær niðri Faaborg. Það var geggjað veður og frábært að fara þarna um. Hesturinn sem ég nota (hún Bryndís) var líka í góðu skapi svo þetta var rosa góður túr. Ársól fékk að fara heim með Louise þar sem Gummi var að kanna eitthvað byggingarsvæði með skólanum. Hann er alveg að tapa sér þessa daganna sem er nú reyndar ekkert nýtt, þar sem nú nálgast skiladag og svo próf eftir það. Dííí hvað ég er feigin að ég er ekki í neinum prófum, þetta er eitthvað sem getur alveg vanist, allavega sakna ég þess ekki mikið!! Bara ekki neitt. Á reyndar eftir að taka nokkrar einingar en ég ætla sko að finna einhvern próflausan kúrs. Fann einn kúrs sem er kenndur í 2 vikur á Sjálandi í ágúst, aldrei að vita nema að maður skelli sér á hann. Förum upp í Aarhus á morgun að sækja pakka jibbbbbííííí og fisk jibíiííííí. Það verður fiskur í matinn fram að jólum. Spurning hvað kemur upp úr kassanum frá tengdó, síðast þegar hann sendi okkur fyrir jól, þá birtist jólahangikjötið hennar Möggu og ýmislegt annað góðgæti úr kistunni þeirra!!



0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim