Kaupmannahöfnin og sæta fólkið
Já hún var nú ágæt blessunin. Ég hitti auðvitað sæta fólkið Helgu, Þorir og ungana þeirra, voru öll voða sæt þar til foreldrarnir tóku upp á því ódæmi að fá sér eitt stykki ælupest. OJJJJJJ.Auðvitað voru þau ennþá sæt þá en bara ekki eins. Hver er sætur með hausinn hálfan ofaní klósettinu En við Ársól gátum allavega leikið við Fjalar Hrafn sem var í essinu sínu og þau frændsystkinin skemmtu sér konunglega í sófaslag. Ég hringdi neyðarkall til Guðbjargar sætu sem vorkenndi okkur svo mikið að hún samþykkti að kíkja með okkur í Fields. Takk fyrir hittinginn Guðbjörg og björgunina úr ælupestarheimilinu. Við gátum líka keypt jólakjól á Ársól, svaka fallegan prinsessukjól. Við tókum svo lestina heim til Odense um 5 leitið. En auðvitað fengum við líka æluna og vorum því eins og múkkar þarna heima allan daginn. Gummi hjálparhella var á fullu með skúringarklútinn og hlaupandi méð rúmföt í þvottavélina. Vá hvað ég var feigin að hann var ekki líka veikur. Hann segist vera svo svakalega hraustur að hann verði ekki veikur....sjáum til með það. Læt ykkur vita.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim