Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, desember 06, 2004

Fínasta helgi búin

Ég fór á hestbak með honum Knud núna á laugardaginn, það var rosa fínt, mjög notarlegt að vera í síns eigins hnakki, ekki annarra manna.. Það er rosa gaman þegar maður er svona á hestbaki þá sér maður allt öðruvísi hluti en þegar maður er úti að keyra, ég sá til að mynda refagryfju, sem voru alveg full af holum eftir refi og þar voru spor eftir svona ekta rauða refi eins og meður sér í bíómyndunum. Við riðum líka framhjá dádýrum sem voru frekar gæf, við komumst ótrúlega nálægt þeim. Skemmtilegt. Dansku reiðmáti er mjög ólíkur þeim íslenska, heima er farið á fullu farti um hóla og hæðir en hérna er fetað, fetað og fetað, hleypt og fetað svo meira. Ekki að það sé slæmt að feta, en það er bara ekki eins mikið fjör. En ég á eftir að breyta þessu hjá þeim, ekki spurning.

Á sunnudaginn fórum við svo á jólamarkað við Langesö. Þar var verið að selja jólatré og ýmsan heimagerðan mat, héngu svona heimatilbúnar reyktar pylsur og kjöt í sumum básunum. Svo var hægt að kaupa osta sem bændurnir voru að gera. Namm þetta var ferlega girnilegt. Við keyptum okkur risa jólatré, ég held að við höfum verið frekar upprifin af stemmingunni þarna því við hugsuðum ekki um það hvort tréið kæmist fyrir inni hjá okkur.....en við hljótum að finna góðan stað fyrir það! Sjónvarpið verður þá bara að fá að fjúka þennan tíma sem jólatréið verður.......


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim