Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, desember 12, 2004

Ótrúleg blanda

Eins og ég sagði ykkur í gær, þá elduðum við okkur lifrarpylsu í kvöldmatinn, smakkaðist líka þetta vel, rann bókstaflega niðurí mannskapinn. Lifrarpylsunni kartöflum og hvítri sósu var stappað saman á diskana og þá leit þetta nú bara út eins og ja vil helst ekki segja það en það byrjar á æl...en smakkast á við jólamat nammm. Ég drekk alltaf mjólk með lifrarpylsu, Ársól vildi nú bara fá grænann-djús ( sem mér fannst ekki passa neitt gríðarlega vel við...) en þegar Gummi stökk upp á stól og kifraði upp á eldhússkáp til þess að sækja eðalrauðvín sem var geymt þar þá duttu mér allar dauðar lýs úr höfði.... jábbs drengurinn fékk sér rauðvín með lifrarpylsunni. Talandi um að grænn djús passi ekki við matinn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim