Jólatré í stofu stendur
Jólatréið er komið á sinn stað, á mitt stofugólf var því plantað og þarna fær það að standa eitthvað fram á nýja árið. Það er líka komin jólalykt í húsið, byrjuðum daginn snemma og suðum hangikjetið til þess að fá ekta jólastemmingu. Per sá sem býr á efri hæðinni, hefur ekki litist á blikuna þegar húsið fór að lykta og pakkaði snarlega niður í tösku og hefur nú yfirgefið Danmörku. Greyið strákurinn. Húsið var líka tekið í jólahreingerningu, Gumma var falið það verkefni að þrífa eldhúsið meðan við Ársól byrjuðum á herbergjunum....og stofunni og klósettinu og og og. því það tók heila 4 klukkutíma fyrir drenginn að þrífa þetta eldhús sem er ekki nema 7 fermetrar....geri aðrir betur. Allavega ef hann ætti að taka allt húsið þá kæmu jólin ekki fyrr en einhverntímann á nýja árinu.
Þannig að hérna megin er flest að komast í réttann gír og jólin mega alveg koma núna, ja eða já bara á morgun.
En þið þarna úti við erum loksins komin með Skypið og með því er hægt að tala saman ókeypis í gegnum tölvuna, rosa sniðugt og ekkert mál. www.skype.com endilega skráið ykkur, við erum undir gummifreyjaársól, hlökkum til að heyra í ykkur.
Eigið gott þorláksmessukvöld öll sömul
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim