Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, desember 18, 2004

10 ár...

Jamms í gær 18 des eru 10 ár síðan við GP kynntumst. Gerðist auðvitað á ekta sveitaballi í Sindrabæ, ást við fyrstu sýn hehe... En allavega, mig minnir að ég hafi verið í gúmmískóm og lopapeysu, sem lýsir stemmingunni þarna í sveitinni. Alltaf gaman að fara á böll í Sindrabæ, og þetta var líka sérstaklega gaman. Hitti þarna ungann utanbæjardreng (sem ég hélt að kæmi beinustu leið úr borginni) sem talaði þýsku....og auðvitað hreyfst ég sveitastelpan að þessu öllu. daaa kom nú reyndar í ljós að drengurinn er mesti sveitastrákur sem ég hef hitt og kann ekki baun í þýsku. Fer td í Kringlunna í rekastígvélum.....þið sem ekki vitið hvað það er þá eru það stígvél sem hafa rekið að landi í Ófeigsfirði og þau þurfa ekki að vera af sömu tegund....Alveg sérdeilis smekklegt. Ég reyndi að labba svolítið frá honum svo það sæist ekki að ég væri með þessum sveitalúða. Þannig er hægt að segja að ég hafi verið blind af ást.

Í tilefni dagsins fór Gummi snemma í skólann og við sóttum hann svo kl hálfátta og fórum og sóttum kínverskan mat, namm. Mjög hátíðlegt. En það hátíðlegasta er að við mundum/ eða réttara sagt GP mundi eftir þessu og minnti mig á það!

Og þau lifðu hamingjusöm til æviloka..

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim