Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Kvöddum jólin með ærlegum hvelli

Í gærkvöldi var svo komið að því, við vorum búin að geyma stærstu rakettuna okkar og ætluðum að senda hana hátt í loft til þess að kveðja jólin. Gummi hljóp út og gerði allt klárt og svo komum við mæðgurnar út tilbúnar að horfa á sýninguna... En hvað gerðist Gummi kveikti í frettunni og hún byrjaði að loga og svo BÚMMMMMMM við Ársól hlupum inn í sólstofu og köstuðum okkur þar á gólfið Gummi kom svo fljúgandi inn rétt á eftir okkur (þetta var alveg eins og í bíómyndunum!) Helv. fratkertan hafði ekki farið á loft heldur sprungið í miðjum garði... Enginn smá hvellur og rúðurnar skulfu og ég beið eftir að þjófavörnin færi í gang í bílnum. Þegar við fórum nú að athuga hvað hefði nú eiginlega gerst þá kom í ljós að GP hafði troðið rakfrettunni ofaní moldina og auðvitað sat hún þar föst og komst ekki á loft!! Daaaa hann er greinilega vanur því að það sé snjór yfir öllu þegar maður skýtur upp. Eftir að við höfðum jafnað okkur í smá tíma sprengdum við litlu sprengjurnar sem við höfðum keypt. Þetta voru fínustu sprengjur og við fjölskyldan eigum eftir að halda okkur við þessa stærð af sprengjum í framtíðinni, l+atum aðra snillinga um þessar stóru bombur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim