Enga leti hér..
Frábær helgi liðin, Helga Þórir og ungarnir þeirra þau Auður Ísold og Fjalar Hrafn komu til okkar á fimmtudag og fóru í gær. Búið að borða borða og borða já og drekka bjór, Þórir stóð sig með eindæmum vel í því. Borðum lambahrygginn sem er búinn að vera að bíða eftir rétta mómentinu til að vera matreiddur og þvílíkt smakkaðist hann vel ummmmm. Í eftirrétt var síðan kaloríubomba dulbúin með fullt af ávöxtum, sem hafði verið hrúgað utanum massa af kókosbollum, rjóma og marens.....vá þvílíkt sprengja.
Höfðum það annars mjög gott, fórum auðvitað upp í kolonihave bara svona til að viðra börnin. Auður svaf alla skemmtunina af sér en Fjalar naut sín í botn í búinu hennar Ársólar. Kann greinailega vel við sig í sveitinni hjá Freyja frænku. En það var bara frábært að fá ykkur í hiemsókn og fá aðeins og knúsa stubbanna og Helga takk fyrir að laga peysuna sem ég var búin að gefast upp á, þú ert snilli. Nú þarf ég bara að klára hana við gott tækifæri....
Venjuleg vinnuvika tekin við en í lok hennar verður sko gaman, þorrablót íslendinganna í Odense verður á laugardaginn. ÁMS koma og spila fyrir okkur og það er sko ávísun á pottþétt stuð og nú verður djammað fram á rauða nótt. Hlakka rosa til. Ársól ætlar að gista hjá Jóa Palla svo það verður örugglega rosa gaman hjá þeim félögunum.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim