Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, janúar 23, 2005

Svaka gott fest

Grímuballið var haldið á föstudaginn með pompi og prakt. Við Nete vorum klæddar sem Kan kan piger, svaka flottar. Fólk var klætt uppá og voru flestir kúrekar en nokkrir indjánar leyndust inn á milli. Fólk var í rosa stuði og ekki leið á löngu þar til allir prófessorarnir, lektorarnir læknarnir og fólk með hina ýmsu titla valt út á dansgólfið og fékk kennslu í línudansi. Get nú ekki sagt að þetta hafi verið glæsilegir taktar sem þar voru sýndir, en það voru gerðar margar góðar tilraunir.... Flestir kúrekarnir voru líka vopnaðir og var einn með EKTA skammbyssu....díses klikkað fólk... Leiðbeinandinn minn var með hvellettubyssu og menn lifðu sig inn í hlutverk sín af fullu hjarta og þarna voru skotbardagar milli liða. Auðvitað var farið í leiki eins og sönnum dönum sæmir. Ég var með í einni keppninni og það var að við áttum að vefja okkur sígarettu og reykja hana....gekk nú ekkert sllt of vel hjá mér og mínu liði. Mín retta líktist eiginlega ekkert sígarettu, veit eiginlega bara eins og illa sköpuð jóna..... og bragðastist ekki vel heldur, þótt það hafi nú eiginlega bara verið pappírsbragð af henni þar sem ekkert tóbak komst í hana..... Ég vann sem sagt ekki keppnina en ég verð bara betur undirbúin næst og verð þá búin að læra að rúlla sígarettur...

Það sem kom mér mest á óvart...var að þegar geimið var búið og fólk var að búa sig af stað settust menn bara upp í bílana sína og keyrðu af stað...sama hversu fullir menn voru. Þetta voru líka engar smá vegalengdir sem fókl var að fara að keyra, Svendborg, nýborg og fleira... Mads hjólaði í 2 tíma til þess að komast heim. Díses fólk er klikkað eins og ég hef sagt áður... Hann hefur mætt beint í morgunmatinn heima hjá sér. En þetta var geggjað gaman og það verður gaman að fá myndirnar úr framköllun... já af því að ég er svo gamaldags og lifi enn á steinöld þar sem menn fara með filmurnar í framköllun og bíða svo eftir að myndirnar verði settar á pappír sem síðan eru settar í albúm...ja bara svona ef þið voruð búin að gleyma

Undur og stórmerki gerðust síðan í morgun...Á meðan Ársól fór í afmæli til Louise skellti ég mér í ræktina og tók smá á. Loksins drullaði ég mér af stað, búið að taka svolítið langann tíma!! En nú er markmiiðið að koma viktinni eitthvað niður á við... je right

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim