Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Það sem margir hafa en enginn talar um...eða allavega ekki hátt

Umræðuefnið í kaffistofunni er margbreytilegt og um daginn fór Nete að tala um hvar maður fengi góða hreingerningarkonu, og hvort það væri einhver sem gæti mælt með einhverri. Hún var sem sagt að leita af konu sem kæmi heim til þeirra einu sinni í viku og tæki til, ég hló nú bara af henni og hélt hún væri að grínast. En neibbs þetta var sko fúlasta alvara, þau eru bætheway bara tvö í heimili hún og kærastinn. Ég fór loksins að trúa því að hún væri að meina þetta og þá kom nú í ljós að margir við borðið (eiginlega flestir) voru með manneskju sem kemur heim til þeirra og tekur til og þrífur..... váááá og sumir eru meira að segja með tvær. Charlotte sem ég deili skrifstofu með er með eina sem kemur og þau búa í 50 fm og eru líka bara 2 í heimili. Þar sem flestum fannst þetta ekkert tiltökumál þá er ég greinilega ferlega gamaldags en hef samt oft sagt í gríni að þegar ég
  1. yrði fullorðin (sem ég er ekki orðin núna!!!)
  2. væri orðin forstjóri hjá fínu fyrirtæki ( sem ég er ss ekki orðin núna.... ennþá skólastelpa og verð örugglega alltaf!!)
  3. væri komin með stóra fjölskyldu (og miðað við mína fjölskyldu teljast okkar Gumma fjölskyldur ekkert yfirburða stórar, með fimm börn á hvora fjölskyldu, svo stórt í okkar augum hlýtur þá að vera sjö börn eða fleiri og miðað við afköstin hingað til efast ég um að við komumst yfir að eignast hin sex börnin)
Að þegar ég væri búin að ná þessu öllu þá ætlaði ég að fá mér hreingerningarkonu til að koma og þrífa stóra flotta einbýlishúsið og einn sætan þjónustu strák sem kæmi og þrifi sundlaugina...

En eins og gefur að skilja þá held ég nái aldrei þessum markmiðum þ.e ég verð aldrei fullorðin alltaf átján!!

En ég hef bara aldrei heyrt að fólk sem eru bara fjölskylda upp á tvo séu með hreingerningar-konu og það sé bara eitt af lámarkskröfum nútímans... er þetta svona líka heima á Íslandi? Þau hin voru bara hissa að við værum ekki með konu hjá okkur, þar sem við værum nú bæði í skóla og því væri lítill tími til að taka til.....daaaaa einmitt þess vegna eru ekki til peningar fyrir svona lúxus, eða það sem mér finnst vera lúxus . En við höfum reyndar ferlega háan draslþröskuld og það getur verið allt á haus hérna áður en okkur dettur það í hug að það þyrfti að taka til...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim