Hvunndagurinn
Hérna er allt að verða vitlaust, ég og Mads erum að keyra 90 microarray gler í gegn hjá okkur og það er nú meira púlið. Stefnum á að vera búin með þessa keyrslu föstudagseftirmiðdag. Ahhhh hvað það verður nú ljúft. Erum nefnilega búin að vera að koma og tékka á hlutunum á 3 tíma fresti undanfarna sólarhringa.... og eins og ég hef sagt áður hérna, þá finnst mér spítalinn óhugnalega draugalegur eftir að það er komið myrkur og í gærnótt kl 2 og fyrrinótt kl 3 var ég hérna úti og auðvitað alveg á tánum því ég var svo viss um að hérna leyndust einhverjir daugar....en sem betur fer hef ég ekki rekist á neinn. En það þýðir samt ekki að það séu engir draugar hérna...ég veit þeir eru hérna í laumum. En ég fæ líka frí í nótt því Mads ætlar að koma með svefnpokann sinn og sofa á labbinu okkar. Úffff ekki gæti ég það fæ meira að segja hroll við að skrifa það En svona er þetta fórna sér fyrir vinnunna.
Vildi samt að það væri annar í þorrablóti á laugardaginn.... er ekki annar í öllu hvort sem er, annar í jólum annar í páskum, annar í febrúar.... því ekki annar í þorrablóti....Finnst það allavega
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim