Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, mars 15, 2005

Er ekki búin að geta bloggað í marga daga vegna íþróttaskaða....hehe Hendurnar á mér urðu fallega brúnar en núna eru þær eiginlega bara einhvernveginn blábrúnar...sem er ekkert rosa flott. Lítið að gerast á þessum bænum en þa breytist strax á morgun þegar við fáum gesti, jibbííí. Sigurrós og Ingvi halti ætla að koma í heimsókn og það verður sko mikið gaman. Á örugglega eftir að komast í ærlegt búðarráp með skvísunni. Eigum sko eftir að máta og máta og máta...og gera eitthvað fullt skemmtilegt.

Ég íþróttagarpurinn fór í boldtræning í gær, þetta er ekkert smá hallærislegt, fyrir 2 árum hefði ég pottþétt ekki fýlað þetta, en þetta reynir rosa vel á og er bara nokkuð gaman, ætla bara rétt að vona að enginn sem ég þekki reki hausinn þarna inn meðan við erum að gera þetta...pínlegt.

Við fórum á foreldrafund á mánudaginn í skólanum henar Ársólar, hún er búin að sýna rosalega miklar framfarir í skólanum og kennararnir hennar eru mjög ánægðir með hana. Allt rosalega pósitívt og gaman. Þau eru líka hætt að fara í kleinu þegar hún segir eitthvað í tímum, lítil mús sem við eigum hérna, sem elskar að leysa stærðfræðiþrautir ( það hefur hún ekki frá mér...).

Annars erum við búin að kaupa flugmiða fyrir familíuna í sumar á Íslandið, Gummi garpur fékk heimþrá og þá er ekki nema eitt að gera fara heim og anda að sér sjávarloftinu og fjallailminum. Ársól ætlar að fá að fara aðeins á undan okkur og vera hænsnagæslustelpa í nokkra daga hjá ömmu. Fýlar það í tætlur.

Það er nú það...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim