Það hlaut að koma að því...
hann er kominn með bláa fiðringinn...vona allavega að það sé ekki sá grái strax...
En allavega þá átti ég ekki orð þegar ég kom heim úr vinnunni í gær, þessi líka kaggi komin á heimilið. Júbbbs hann fór í búðina og fjárfesti í nýjum bíl. Ekki nema það þó, samt er þessi frekar smár, hávær og gengur fyrir batteríum. Í leikfangakassann er sem sagt búið að bætast við fjarstýrður bíll. Púffff. Gummi plataði Ársól með sér í gær út á plan svo hann gæti leikið sér með bílinn. Gat auðvitað ekki farið einn út að leika. Grey Ársól mátti varla prófa því pabbinn var í ham á fjarstýringunni. Núna er síðan búið að umturna stofunni svo hægt sé að vera í bílaleik um alla stofu án þess að rekast í öll húsgögnin. Ætli hann verði ekki búinn að setja húsgögnin á Loppumarkað á morgun þegar ég kem heim....
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim