Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, mars 26, 2005

Hollur og staðgóður morgunmatur....

Páskarmorgun...nammmmm. Vöknuðum auðvitað eldsnemma og vorum dregin á fætur til að leita af páskaeggjunum. Ársól var sú fyrsta sem fann eggið sitt, vel falið undir rúminu hennar. Tók alllangann tíma þar til leitarhundarnefið mitt þefaði upp mitt páskaegg, sem var falið í gítartöskunni. En enn lengri tíma tók það fyrir Gumma að hafa upp á sínu eggi. Við þuftum meira að segja að gefa honum fullt af vísbendingum, en það endaði með að hann rak tærnar í það, þar sem það var falið inn í ryksugunni....besti staður í heimi. Þurftum að segja heitur kaldur...þar til hann stóð ofan á ryksugunni....

Hérna koma málshættirnir fyrir þig mamma:

Ársól: Sá á kjörin sem kastar stærst
Freyja: Teldu vini þína þegar þú ert í nauðum staddur
Gummi:Sá gefur mest sem minnst má

Núna er allur systkinahópurinn minn heima á Hornafirði hjá mömmu og pabba. Og hvar er ég?? Jú allavega ekki þar. Alltaf er ég einhversstaðar annarsstaðar. Væri nú alveg til í að geta skroppið til þeirra já og ég tala nú ekki um ef ég fengi að fela páskaeggin þeirra hehehe þá myndu allir leita fram eftir degi. Það er annars orðið ferlega langt síðan við höfum hist öll, bráðum 3 ár. Allt of langur tími. (snöggt snöggt heimþrá ) En við huggum okkur við það að borða páskaegg í morgunmat og kók og horfa á imbakassann eitthvað fram á morgun.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim