Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, apríl 10, 2005

Mig langar svo.....

.........í sæta litla loðna kanínu sem pissar ekki í sófann
.........krúsilegan naggrís sem getur kúrt hjá mér meðan ég horfi á sjónvarpið
.........Fallegan slefandi hvolp sem síðan verður að hrykalega stórum loðnum vel uppöldum hundi.

Ohhh mig langar svo í þetta allt en helst af öllu vil ég hund. Ég er búin að reyna allar aðferðir til þess að sannfæra Gumma um að þetta sé það eina rétta þessa stundina. Mig langar bara svooooo mikið en það er ekki svo auðvelt að sannfæra drenginn. Hann er þrjóskari en anskotinn og allt of raunsær.
....hvað ef hundurinn skemmir gólfið? ahhh þá setjum við bara mottur...og teppi á íbúðina.
...hvað ef hann étur skóna okkar? ....þá geymum við þá bara annarstaðar...
...hvað kostar að gefa honum að éta, fara með hann til dýralæknis og alla fylgihlutina sem honum fylgja? Díses þetta eru bara aukahlutir sem koma EFTIR að maður er búin að kaupa hundinn og þá tekur maður á því þegar þar að kemur....

Hvað get ég gert til að sannfæra manninn....góð ráð eru vel þegin.

Mér var búið að detta í hug að grátbiðja, búin að æfa táraflóðið og allt saman, en hann lætur ekki gabbast af slíka svo núna er ég eiginlega ráðalaus. Ég kunni þó allavega á mömmu og pabba, kom bara heim með dýrin og þau féllu þau kylliflöt fyrir sætum kanínum sem ég kom með heim og litlum loðnum hundi sem stækkaði síðan og varð fljótlega að 40 kg sætum hlunki. Þau gátu ekki sagt nei við slíku. En það er annað mál með karlpeninginn á heimilinu. Kannski get ég samt prófað þetta trix, komið heim með eitt stykki hvolp, gá hvað gerist!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim