Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, apríl 03, 2005

Sól í heiði og lóan syngur dirrendííí

Æðislegt veður komið til okkar núna og ég er orðin rjóð í kinnum af útiveru. Búin að vera yndisleg helgi og enn eru eftir nokkrir klukkutímar þar til mánudagur rennur upp, með rigningu og vinnu.

Fór í ekta danskan kvöldmat á föstudaginn hjá Atla. Nokkrir vinnufélagar hittust í svokölluðum sánaklúbb, sem ég er núna orðin formlegur meðlimur í. Sánaklúbburinn gengur ekki út á það að hittast nakinn í sánaklefa og svitna saman, heldur gengur hann út á að hittast inn á skrifstofu hjá Klaus og Atla og drekka eins mikinn bjór og hægt er... orðið sánaklúbbur er komin til út frá því að skrifstofan er svo lítil að þegar búið er að safna saman vinnufélögum þarna inn og fólk er búið að þamba nokkra bjóra er orðið svo heitt og rakt og ólíft þar inni að fólk verður mun drukknara en ella.

Í matinn var ekta dönsk medister pylsa (þessi ólystarlega lengja sem maður sér út í búð) en hún smakkaðist betur en hún leit út. Fengum líka ís og kökur í eftirmat. namm namm.

Eftir matinn dreif ég mig heim og við familían skelltum okkur ásamt Birgittu og börnum niður í bæ að horfa á flugeldasýningu. Enginn venjuleg sýning, þetta var alveg brilliant show, þvílík tónlist og flottar bombur. Vorum ekki komin heim fyrr en um miðnætti með þreytt börn og sveitta Birgittu sem tók þetta með trompi og hljóp bæði niður í bæ og heim aftur með barnavagninn á undan sér. Engin smá hetja.

Á laugardaginn fórum við til Gerðu og Sigga og grilluðum, kjöftuðum og spiluðum. Rosa gaman og greinilegt að allir eru að komast í sumargírinn=grillgírinn.

Dagurinn í dag er búinn að vera æði, 17 gráður úti og við úti á hýrabolum (þó ekki GP) Vorum að reyna að tjasla saman eldivaðarskúrnum sem fauk í vetur og taka aðeins til í garðinum, fórum líka í smá tiltekt upp í kolonihave. Ársól fékk Natalíu og Isabellu með sér svo þær léku sér á fullu allan tímann.

Erum að fara að grilla þýskt náutakjöt með íslenskri piparostasósu...ummm hlakkatilhlakkatil.

En við segjum bara hæhójubbíjeiogjubbíjei það er komið sumar hjá okkur.

sjáumst síðar gott fólk

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim