Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, maí 02, 2005

Hei ótrúlegt ég var búin að blogga og tölvan mín fraus og ég hélt að allt væri ónýtt...en hún gat samt geymt það..hreint ótrúlegt.

Áttum rosa góða halgi og skemmtilegan sunnudag. Byrjuðum daginn á að fara í sund til Nyborg og svo hittum við raskarana í brunch á kaffihúsi niðri bæ. Rosa huggó. Fórum svo í keilu með allan mannskapinn og enduðum í kaffi hjá Óla og Jóu upp í Næsby. Ferlega huggulegur dagur, ekki hægt að segja annað. Aðalumræðuefnið hjá okkur var auðvitað MATUR í væntanlegt ferðalag okkar. Ætlum nefnilega að skella okkur í sumarbústað á Jótlandi næstu helgi og það verður BORÐAÐ. Það er eina sem er vitað, nei auðvitað ætlum við að reyna að skoða okkur um og fara í dýragarð og annað spennandi. Farin að hlakka til en áður en þetta frí verður þarf ég að halda eitt stykki fyrirlestur....OHHHH nennið hjá mér er ekki í stuði fyrir svoleiðis rugl, en ég hugsa bara eftir fyrirlestur kemur frí...

Góða stutta vinnuviku... bara 3 dagar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim