Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, maí 16, 2005

Pinsefrí

Frí aftur.... ekki slæmt, 4 daga helgi síðast og núna 3 daga helgi ahhhh.

Vorum að senda gestina heim á leið, á mjög dramatískan hátt. Við Helga, Ársól, Fjalar og Auður fórum í sund í Nyborg og síðan var planið að skutla þeim á lestarstöðina þar og koma þeim í lest til Köbenhavn...jú við gerðum það víst, en shit stressið, konan var svo lengi að selja Helgu miðana og við fundum ekki lyftuna og klukkan var orðin 14:00.. og lestin átti að keyra 14:02 . Fundum þá ekki vagninn sem þau voru með bókað í dííííí...svo var bara hlaupið, ég með vagninn á undan mér, Helga með RISA töskuna. Fjalar steinsofandi í látunum og Auður skellihlægjandi, Ársól að leita af vagni númer 13....díííí ef þið hefðuð séð okkur þá hefðuð þið örugglega haldið að við hefðum sloppið út af geðveikrarhælinu og værum að taka síðustu ferju til Sjálands ever. Náðum að koma vagninum upp í lestina ( rétt svo því þetta er ekkert smá flykki) og lestin þaut svo með þau heim á leið. Váááá þetta var ekkert smá panik og hlutirnir gerðust svolítið hratt.

Annars er þetta samt ekki lýsing á því hvernig helgin hefur verið, við erum nefnilega bara búin að vera í rólegheitunum og ekkert verið á fartinu. Bara búið að vera útí garði að leika, upp í koloni þar sem Helgu var þrælað út. Slegið, rótað í beðum og tekið til, ekkert smá gott að fá hana í heimsókn. Fengum líka svo geggjað veður og erum öll frekar útitekin og sæt (eins og alltaf)

En annars var þessi sundferð endir á góðri helgi. Takk fyrir komuna Helga, Fjalar og Auður Ísold það var rosa gaman að hafa ykkur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim