Ekkert fær okkur stoppað..
Barnið var látið sofa úr sér alla ælu og veikindi og því var síðan pakkað niður ásamt tannburstum og nauðsynlegum útbúnaði ( og æludalli). Öðrum fjölskyldumeðlimum var staflað í bílinn og þegar Óskar var komin á sinn stað var brunað af stað upp til Norður Jótlands kl 21. Ákváðum að taka sjensinn um að barnið myndi verða hresst næsta dag.... (OK mamma ég veit hvað þú hugsar....) en hún svaf mest alla leiðina upp til Álaborgar og alla nóttina í bústaðnum, vaknaði síðan eldspræk og fjörug á föstudagsmorguninn. Hjúkket maður! Bryjuðum á því að heimsækja Álaborgar zoo og eyddum næstum heilum degi þar. Grilluðum ísl lambalæri sem Óli og Jóa grófu upp úr fórum sínum. Ekkert smá ljúfengt eins og alltaf, var nú samt aðeins betra þar sem við vorum búin að vera svo mikið úti. Við Jóa rústuðum svo strákagreyjunum í Settlers, eftir geysiharða keppni.
Laugadagurinn var æðislegur...hreint út sagt. Fórum í Faarup sommerland og notuðum 6 klukkutíma í að skemmta okkur þar. Frábær garður og skemmtileg tæki þar sem krakkarnir fengu að fara í öll tækin, þe enginn var of lítill í neitt, og það er ekki algengt, því yfirleitt eru flottustu og mest spennandi tækin aðeins fyrir þá stóru! Við fullorðna fólkið fengum líka okkar kikk úr Falken sem er risa tré rússibani sem fer á 75 km hraða upp og niður út og suður. Bara snilld. Auðvitað voru áskoranir til staðar og stóðu Gummi og Óli sig feikna vel að mana hvorn annan út í eitt og annað. Það var útitekið og þreytt fólk sem komu heim í bústaðinn seint og um síðir.
Í dag sunnudag var síðan haldið heim á leið en komið við í vatnalandi í Alaborg, frábær sundstaður þar sem auðvelt er að nota nokkra tíma í. Rússibanar og leikland fyrir krakkana og sér (tek fram) sér heitur pottur BARA fyrir fullorðna fólkið, þar mega börn ekki koma, ekkert smá yndislegt og notarlegt að hafa stað þar sem fólk situr bara og spjallar. Það var líka margir saunaklefar, við Gummi prófuðum þá alla, ferlega skemmtilegir og misjafnir, rómveskt bað, og fjallasauna, ahhhh.
Óskar hetja stóð sig svakalega vel og ég held að hann hafi skemmt sér konunglega, allavega fékk hann nóga athygli og knús, ekki amarlegt þegar maður er lítill loðinn ferfætlingur.
Frábær helgi sem leið allt of hratt....
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim