Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, júní 03, 2005

Heimtum barnið heim úr koloni á miðvikudaginn.

Þau voru ansi framlág börnin sem stigu út úr rútinni, þreytt og útitekin en alsæl með lífið og tilveruna. Ársól var rosalega ánægð með ferðina og þegar pabbi hennar spurði hana hvort hún hefði ekkert saknað okkar þá sagði´hún að það hefði verið svo mikið að gera að það hefði ekki verið tími til þess og hún hefði bara saknað okkar smá á leiðinni heim í rútinni. Vá hvað maður heldur alltaf að maður sé mikilvægur....en það er greinilegt að barnið spjarar sig alveg ágætlega án þess að vera límt við okkur. En þetta er hið besta mál og mér finnst frábært að allt hafi gengið svona vel. Nú verður ekkert mál fyrir skvísuna að hoppa upp í flug og fara alein í heimsókn til Íslands. Heldur betur orðið stórt fólk.

Gummi er núna formlega orðinn 33 ára og er komin í ellimannahópinn! Hann fékk líka ellimannagjöf, því við Ársól gáfum honum borvél. Nú hefur hann enga afsökun að geta ekki klárað hin ýmsu verk sem hafa setið á hakanum... svo næst á smíðadagskrá er víst að búa til Óskarsholu, stórt og fínt hús handa Óskari kallinum! Ég vona allaveg að græjan verði betur notuð en síðustu 2 afmælisgjafir....sem voru línuskautar sem er búið að pússa rykið af örfáum sinnum (og það hefur verið ég sem hef fengið þá lánaða) og afmælisgjöf síðasta árs voru snorkgræjur, sem manni er búin að nota einu sinni og nú veit ég ekki einu sinni hvar eru!

En surprice það er að koma helgi aftur, en núna stefnir í rigningarhelgi svo ég held mig innan dyra..

Góða helgi allir

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim