Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, maí 26, 2005

Fyrsti flóttinn...

Ég er búin að banka í mælinn í allan dag en hann sýnir alltaf það sama. Og núna þrátt fyrir að það sé komið kvöld sýnir hann enn 25 stiga hita, geggjað. Ekkert smá notarlegt!

Við Ársól fengum nett taugaáfall í dag þegar við komum heim ,sólstofudyrnar voru opnar og enginn Óskar....brá ekkert smá mikið, hugsaði ekkert um að kannski væri búið að brjótast inn eina sem ég hugsaði um að ég vonaði að ekkert væri að Óskari og við gætum fundið hann. Þessi dúlla sat bara í mestu makindum hérna út í garði og sæeikti sólina. Ég prófaði að kalla á hann og viti menn hann kom bara hlaupandi á fleygi ferð og beinustu leið inn. Úha þvílíkur léttir. Greyið er örugglega búin að vera á fullu út í garði í allan dag því hann var svo svakalega þreyttur þegar hann loksins kom inn að hann er búinn að liggja og safa síðan. Ætli þetta megi ekki flokkast undir fyrstu flóttatilraunina hans, þær eiga væntanlega eftir að verða nokkrar...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim