Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, júlí 09, 2005

Long time...

Hér er enn eitthvað bilerí í tölvunni minni og hún vill ekki hleypa mér inn á bloggerinn minn. En núna erum við Ársól út í vinnu og auðvitað nota tækifæri að tjá mig örlítið (búið að safnast upp...hehe)

Það er 25 stiga hiti úti og glampandi sól auðvitað allt of gott veður til þess að hanga inni en svona er þetta stundum, vinnan þarf einstaka sinnum að sitja fyrir (ekki oft samt).

Síðan síðast er ég búin að eiga afmæli, stórammæli má segja því þetta er síðasta tuttuguog eitthvað ammæli, næst verður það hinn skelfilegi aldur, þessi sem allar konur forðast, þrjátíu og þar yfir. En auðvitað tek ég þessu eins og sannur víkingur og fer í smá lýtaaðgerð og andlitslyftingu!!

Fyrsta útilega sumarsins (og sennilega sú eina er í höfn) við fórum með Sigrúnu og Jónasi í strandkamping hérna á fjóni, það var aldeilis notarlegt að komast í smá útilegu, því það er eitthvað svo mikil stemming að sitja fyrir utan tjöldin og drekka fjallakakó með stroh, ummmm.

Annars var ég svo agarlega sniðug að melda mig inn í sumarkúrs, brá nú heldur betur í brún þegar ég uppgötvaði í fyrsta tímanum um hvað hann fjallaði, júbbb nefnilega mega stærðfræði, æjjjj hvað það er nú skemmtilegt, sérstaklega þar sem stærfr. hefur alltaf verið min sterkasta hlið, je right. Annars er ég búin að þrauka í 6 daga af 10 svo þetta er alveg að takast. Svo er að skila inn verkefni og biðja til guðs og vona að maður nái....

Gummi byrjaði að vinna í dag og hann var frekar úldinn þegar hann fór á fætur fyrir 6 í morgun. Þau eru nefnilega búin að hafa það ansi gott hérna feðginin saman, sofið langt fram eftir og ekki farið í rúmið fyrr en seint og um síðir. ´Annars erum við búin að fá barnapíu fyrir næstu vikur og hún byrjar á mánudaginn næsta. Verður gaman að vita hvort Ársól eigi eftir að fýla það að hafa 14 skvísu hjá sér allan daginn, kemur í ljós hvor sé meiri gelgja. Ssöníuþrettán vona að þetta gangi hjá þeim því annars er ég í vondum málum.

Jæja þá er dótið að verða tilbúið svo ég get haldið áfram að vinna, læt í mér heyrast síðar,

Sumarkveðjur frá okkur í hitanum

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim