Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, júní 11, 2005

Skrámaðir lófar og þreyttir lærvöðvar..

Já ekki hægt að segja annað en að maður sé hálf lurkum laminn eftir daginn. Við mæðgurnar fórum á sommerfest í skólanum. Hófum daginn snemma þar sem það átti aðbyrja að stilla upp kl 8:30 ( sem er auðvitað svívirðilega snemmt á laugardegi) en allavega við mættum og það var hafist handa að gera allt klappað og klárt áður en hinir mættu á svæðið kl 11. Ég var með einn bás -leikjabás- þar sem var keppt í hinum ýmsu leikjum. Fórum í reipitog, þar sem lófarnir og lærin fengu aðeins að kenna á því. Síðan var farið í rjómamataðumig keppni, og stóladans og fleira skemmtilegt. Heppnaðist allt mjög vel og allir voru ánægðir! Nik og Jay stjórnuðu síðan geiminu og tóku auðvitað du er så lækker, lækker, við góðar unditektir....þeir eru frekar flottir strákarnir!

Í gær náði ég að draga smiðinn/píparann/málarann/eldabuskuna/nemandann út að smíða búr fyrir Óskar. Óskar fékk að prufukeyrahúsið í dag og náði að sleppa...auðvitað. Vorum nefnilega ekki alveg búin með allt, vantaði eina hliðina og við höfðum bara stillt upp plötu við endann og héldum að það gæti alveg haldið kanínunni inni. Nei nei platan náði ekki alveg alla leið upp (vantaði bara smá upp) og haldið þið ekki að hann hafi ekki bara stokkið þar í gegn, pilturinn. Hann er svooo klár. En sem betur fer var Ársól klárari því hún hafði bundið hann líka í ólina sína svona til öryggis, hún treysti þessu ekki alveg ( ég var búin að segja að þetta væri algjörlega kanínuhellt búr og við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur!) hehe. Hún er farin að þekkja mig, ef hún hefði farið að mínum ráðum værum við sennilega enn að eltast við kanínuna úti á garði...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim