Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, júlí 19, 2005

hej hej alle!

Det er længe siden sidst!

Bara smá að sletta svona ganni, sjá hvort þið munið barnaskóladönskuna enn!! En hvað er að gerast hérna á þessari síðu, júbbs málið er að ég kemst ekki enn inn á síðuna heima, þvílíkt frat auðvitað. ég "neyðist" því til að taka mér smá pásu frá vinnunni og blaðra smá. Ekki eins og það sé eitthvað svo mikilvægt sem maður er að gera, má nú alveg bíða betri tíma.

Leiðinda kúrsinn er búinn og nú er bara að sjóða saman ritgerð og skutla til kennarans. Var nú ekkert svakalega gaman að sitja inní kennslustofu á meðan sólin skein á alla hina (smá abbó), en nú er þetta búið og það er farið að rigna, æði!! Ársól fer á laugardaginn til íslands, henni er farið að hlakka ansi mikið til og telur niður alla daga. Hún fær örugglega sína hefðbundnu dekurdaga hjá ömmu og afa á Hornafirði, það er svo notarlegt og hún ætlar bara að borða óhollan morgunmat hjá ömmu!! gaman af því.

Siggi bró og Karin koma svo til okkar í dag og ætla að vera í nokkra daga. Þau voru reyndar veðurteppt í Færeyjum og það leit ekki út fyrir að þau kæmust vegna þoku. En sem betur fer komust þau í flugvél í nótt, þvílík heppni því það var ekki hringt í þau, þurftu bara að fylgjast með á netinu!! Dííí. En það verður gaman að fá þau í heimsókn, er líka orðið ansi langt síðan síðast, heil þrjú ár síðan við hittumst síðast, dííí það er allt of langur tími. Við látum ekki svona langt líða á milli næst.OK

Svo styttist óðar í að við förum á tónleikaNA the tónleika. jibbiíí og svo liggur leiðin til Íslands, úhaaaa, ætla ekki að telja upp allt sem ég ætla að borða þar en matseðillinn er að verða langur, en samt er hann helmingi styttri en Gumma (hans er líka aðeins skringilegri en minn matseðill)

Bið að heilsa í bili úr rigningunni

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim