Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, ágúst 22, 2005

Hiti-kuldi hvað finn ég næst til að kvarta yfir...

Hvað var ég að kvarta undan kulda á Íslandi, hefði betur látið ógert því núna get ég varla hugsað fyrir hita. Það er greinilega erfitt að gera mér til hæfis þessa dagana. Það nálgaðist suðumark inn í stofu hjá mér í gær, og heilinn á mér var á þvílíkum hita-yfirsnúningi að ég var eiginlega með rugluna. Þrátt fyrir að viftan gerði sitt besta, náði hún ekki að kæla íbúðina. Púha. Skrapp út í heilar 20 mínútur bara svona til þess að heilsa upp á sólina og hvað gerist, muggurnar ákváðu að ég væri þeirra kvöldmatur og átu mig upp til agna hérumbil. ááááá ég er öll stunginn. Þeirra kvöldmatur er sennilega betri en minn undanfarna daga. Fór í búðina um daginn og keypti allar þær tegundir af skyndimat sem er hægt að setja í örbylgjuna og á þessu hef ég svo verið að gæða mér á undanfarin kvöld. Ummmm.

Fór í stelpupartý á laugardagskvöld og þar var hellings fjör, vatnsslagur og allt, við misgóðar undirtektir fólks...hehe Ákvað samt að það væri skynsamlegt að forða sér heim þegar ég var orðin gegnblaut.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim