Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, ágúst 19, 2005

Íspása á milli setninga

heng inni á spítala og er að tæma hugann og reyna að koma öllu því sem á að leynast þar inni niður á blað. Úha hvað það er oft djúpt að grafa í þennan heila, sumir hlutir vilja hverfa og aðra er bara engan veginn hægt að nálgast. Allavega ekki þegar að námsefni kemur. Hmmmm ekki gott, svo ég verð að kafa lengra og taka lengri tíma í það. Ég er sem sagt komin á smá skrið með ritgerðina mína en finnst auðvitað ekkert ganga, þá er alveg tilvalið að taka smá íspásu.

Annars kom ég heim af Íslandinu ískalda á þriðjudagskvöld. Ekki mjög spennindi að koma svona heim í tómann kofa, fór því á miðvikudaginn og sótti félaga Óskar, svo hann geti haldið uppi stuðinu á heimilinu. Þetta er reyndar ótrúlega furðulegt að vera svona aleinn heima og ég get nú ekki sagt að mér finnist þetta vera skemmtilegt, nixen dixen hlakka svooo til að þau hin komi heim, sem verður reyndar ekki fyrr en seinni partinn í næstu viku.

Íslandsferðin var auðvitað yndisleg í alla staði nema þá helst mig langaði að hitta mun fleiri og eyða meiri tíma með þeim sem ég hitti. En það verður bara næst ik´os. Fórum á Strandirnar þar sem Gummi fékk útrás fyrir 3 ára uppsafnaða strandaorku. Mamma og pabbi komu til okkar norður og voru með okkur í nokkra daga, bara ljúft og gaman. Fórum í flottar gönguferðir og skemmtilegar siglingar. En fuck hvað það er langt að keyra þetta, og hvað vegirnir eru vondir, dííí enda vorum við marga klukkutíma að komast norður. Reyndar var gert svo mikið grín af aksturlaginu (sem var svossum ekkert til að gera grín af, það var bara keyrt á löglegum hraða, og fyrir utan að það er frekar langt síðan við höfum komist á ekta malarveg) svo það var gefið aðeins í til þess að verða ekki að athlægi í sveitinni!!!

Vígðum líka nýjasta húsið í sveitinni hjá Möggu og Pétri og þar var borðað grafið lambakjöt með ógrynni af heimabrugguðu rauðvíni, sem rann ljúft ofan í mannskapinn, ljúfar ofan í suma en aðra og voru timburmenn sunnudagsins vel árásargjarnir fyrir viðkvæma hausa!

Í gær var síðan áskorunIN!!!! ég reyndi að slá garðinn, úha vá hvað það hefur sprottið, ég þarf bara stórtækar vinnuvélar í garðinn og ekki viss um að það dygði....en auðvitað réðist ég á þetta ill-gresi með öllum kröftum og notaði við það ofur barbie sláttuvélina sem fylgir íbúðinni, já í fáum orðum þá stendur vélin út í garði það sér varla högg á barði í garðinum þrátt fyrir 2 klukkustunda erfiði. Ég er farin í verkfall!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim