Svaka gaka er ég eitthvað óvirk hérna.
Er auðvitað búin að fá fólkið mitt heim og er alsæl með það. Ársól var rosalega glöð að sjá allt dótið sitt og er búin að eyða talsverðum tíma inn í herbergi í leik. Hún byrjaði síðan í skólanum á mánudaginn síðasta og það var ansi erfitt að fá fólk á fætur, enda búin að vera í sumarfríi í 2 mánuði, lúksus líf á dömunni.
Ég er bara að rotna smá saman niðrá spítala, er búin að hreiðra ágætlega um mig upp á net-cafe og þar húllar og búllar allt í fjöri. Vildi að ég gæti séð fyrir endann á þessu en það verður vonandi innan tíðar. Ekki meir um það.
Annars gerist eitthvað voða lítið sem er markvert að segja frá, get ekki einu sinni talað um veðrið því ég veit eiginlega ekkert hvernig það er. En Ársól fór í pilsi í morgun svo það hlýtur að hafa verið von á góðu veðri.
Þar til andinn kemur yfir mig....
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim