Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, september 05, 2005

Andinn hefur ekki enn fundið mig, en hann er þarna úti enn að leita...en þar til verð ég nú líka að skrifa pínu pons.

Áttum ferlega góða helgi og afrekuðum ótrúlegustu hluti, eins og td að þvo bílinn okkar og bónann. Það hefur nú ekki gerst í há herrans tíð og líður eflaust langt þar til verður gert næst.

Á föstudaginn fór ég í vinnupartý já eða kannski betra að kalla það óvissuferð. Mættum fyrir utan Dalumhallen og þar vorum við hituð upp og látin hlaupa þar til svitinn lak af okkur. Því næst var farið í strandblak, vá hvað það er erfitt að hlaupa svona í sandinum-maður sér boltann koma og ætlar að hlaupa til, en hvað svo ekkert gerist fæturnir sökkva í sandinn og þú hreyfist ekki spönn, ekkert smá fyndið og rosa skemmtilegt. Lékum 3x20 mín. og við töpuðum öllum leikjunum okkar, samt var okkar lið langbest...skil þetta ekki. hehe Við ummum reyndar bjórdrykkjukapphlaupið...eins gott líka.
Eftir að vera búin að hrista mesta sandinn úr brókunum fengum við rosa góðan indverskan mat og ýmislegt skemmtilegt brallað, það var nú reyndar enginn vatnsslagur í þetta sinn en það verður tekið næst.

Laugardagurinn var tekinn í að læra og læra og svo hitti ég hina upp í koloni þar sem við grilluðum okkur aðeins í sólinni. Kíktum á Olgu og Gunna í Horsens á sunnudaginn og gerðum heiðarlega tilraun til að tæma ísskápinn þeirra, gekk ansi vel hjá okkur! Fórum allavega pakksödd frá þeim. stelpurnar léku sér á fullu og máttu varla vera að því að koma inn og fá sér ís með SÓSU, mmmm heitri sósu. Við vorum eins og fávitar sem höfðum aldrei smakkað svoooona góða heita sósu, var eiginlega borðuð heit sósa með ís en ekki ís með heitri sósu. Gæti ekki verið betra.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim