Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, október 24, 2005

Ok smá pása búin að vera hérna í bloggheimum. En nú bætum við úr því. Búin að skila af mér ruglunni og bíð spennt eftir næsta verkefni sem er vörnin á þessu helv. Ekki komin dagsetning á hana ennþá, kemur örugglega daginn áður en ég á að verja, já allavega miðað við vinnubrögðin hjá þessum félögum, fundu censor viku áður en ég átti að skila, svo það er ekkert sem kemur mér á óvart.

Eftir skilin á föstudaginn fyrir rúmri viku drifum við hjónaleysin hingað heim, hrúguðum niður í töskur, sóttum barnið og brunuðum til köbenhavn. Þar biðu ferðafélagarnir þau Sigurrós, Ingvi og Nökkvi eftir okkur. Síðan var haldið yfir öresund til Svíþjóðar. Fengum þennan líka glæsilega sumarbústað (not) og gátum sofið misvel þá nóttina, við fengum svítuna og hrutum eins og steinar langt fram á morgun, en það fór aðeins verr um þá sem sváfu á sófanum..... Held reyndar að við hefðum alveg eins getað sofið úti því við vorum svo heppin að tengdapabbi sendi okkur nýja sæng með gestunum og hún er ekkert smá geggjuð, það er sko búið að hrjóta mikið síðustu daga, og við erum til í hvað sem er bara ef sængin er með í för. Laugardeginum eyddum við í Malmö og smá skrepptúr til Lundar.... mjög stutt stopp. Á sunnudaginn fórum við svo á rosalega flotta náttúruparadís rétt fyrir utan Helsingborg og við fengum að klifra í klettum og allt. Frábær staður. Tókum síðan ferjuna yfir sundið yfir á Sjáland og kíktum á Helgu og familiu í köben. Ætluðum aðgæða okkur á heitri dominos pizzu með þeim, en eftir klukkustunda bið á pizzastaðnum var ákveðið að gefa skít í þennan lélega stað og fara á kebab stað sem reddaði okkur mat á 5 mínútum, geri aðrir betur. En það er eitthvað með köben og okkur og mat, vill eitthvað misheppnast þegar við mætum á svæðið, fyrst var það brennd kjötsúpa og nú var það engin pizza. Kannski maður eigi bara að halda sig heima við og ekkert vera að hætta sér þarna inn í höfuðborgina...
Í vikunni erum við líka búin að hafa það rosa gott, borða fullt af góðum mat, fara í fullt af stelpubúðum, kjafta, kjafta og kjafta. Frekar notarlegt. Það var hálf tómlegt hérna á föstudaginn eftir að familian fór tilbaka til Íslands. Eiginlega erum við ekki búin að gera neitt síðan, okkur dettur bara ekkert í hug, þurfum að hugsa sjálf...demn. Fórum reyndar í sund í gær og skoðuðum eitt stykki hús sem á náttúrulega að fara á lóðina sem við fáum í Kópavogi....við erum nefnilega í klíkunni... je right.

Svona er það í pottinn búið hér á bæ og ég er að rembast við að sitja kyrr við tölvuna og byrja að gera fyrirlestur, gengur ekkert svaka vel, er komin með tvær slidur, ein með titlinum og aðra sem er ennþá tóm....mikil afköst ekki satt..

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim