Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, október 07, 2005

Spennan fer vaxandi og hausinn er á yfirspani

Núna eru bara sjö dagar í skil, minna meira að segja þar sem ég verð að vera búin að skila fyrir kl 12 næsta föstudag. Það er að komast mynd á þetta hjá mér og núna er það bara lokahnykkurinn eða hnykkirnir sem verða að fínpússast og klárast. Finn ágætlega fyrir að fiðrildunum í maganum á mér fjölgar með hverjum deginum og í dag var gífurlega mikil dramatík. Jú svoleiðis var að ég var að vinna hérna heima í gærkvöldi og þegar ég mætti upp í vinnu í morgun gat ég ekki opnað skjalið..................arrrrg og ég hafði einmitt ekki gert backup þann daginn...gott að vera vitur eftir á. Reyndi samt að taka þessu öllu með ró!! jájá eins og það sé eitthvað hægt en þegar ég kom heim í dag, tókst Gumma elskunni að redda þessu fyrir mig og þvílíkur léttir sem það var. Núna verður gert backup eftir hverja færslu og engir sénsar teknir. Er líka farið að hlakka ansi mikið þegar þetta er búið og það verður tekin góð viku slökun eftir þessa törn, ahhhh legið í heitum potti í Svíþjóð og haft hrykalega notarlegt, já eða eitthvað allavega. Félagarnir Srós, Ingvi og Nökkvi eru líka væntanleg á föstudaginn og við ætlum að krúsa með þeim eitthvað út í óvissuna!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim