Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Íslendingar borða SS pylsur....

nammmm er nefnilega í þessum töluðum orðum að hlusta á íslenska útvarpið í tölvunni og þessi auglýsing hljómaði í útvarpinu rétt í þessu. Og hvað...auðvitað langar mig ferlega mikið í ss-pylsur, já þrátt fyrir að klukkan er ekki orðin hálf tíu um morgun.... ég er ekki eðlileg. Fengum reyndar pylsur (ekki þó SS-pylsur) í gærkvöldi, þær voru ágætar en litu ekkert sérlega vel út þar sem bóndinn gleymdi sér aðeins við eldavélina og þær voru allar sprungnar og snúnar....

Annars er komin dagsetning á aftökuna:

25 nóvember kl 13:00 verð ég leidd fyrir aftökusveitina sem ætlar að kvelja mig og pína í ca 2,5 tíma og svo og svo og svo........... eftir það er ég búinn með skólann. Váááá loksins. En fyrst verður maður víst að komast yfir síðustu hindrunina....áður en maður getur farið að hlakka til hvað maður ætlar að gera eftirá.

En áður en þetta gerist allt saman þá ætla mamma og pábi kallinn að kíkja í heimsókn. Koma strax á morgun svo það er eiginlega síðasti séns í dag að taka smá skurk í tiltekt hérna á heimilinu...best að gera það seinna í dag........á morgun segir sá lati.

verið góð hvert við annað, það er svo gaman

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim