Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, október 31, 2005

Fantar og fúlmenni

Djö..helv...ansk og öll hin ljótu blótsyrðin sem ég þekki. Þvílík og önnur eins fúlmenni voru á ferli á laugardagsnótt.
Á laugardagskvöld vorum við Ársól rosalega duglegar og skárum út heimsins flottasta graskerskall. Vönduðum okkur eins mikið og við gátum, vorum því ansi stolltar þegar við stilltum graskerinu út á tröppur og kveiktum á kertum inn í því svo það gæti nú heilsa vegfarendum sem gengju fram hjá. En ekki entist hann lengi á tröppunum okkar, því einhverjir óprúttnir náungar komu og stálu honum og við fundum afgangana af því dreifða út um allt bílastæði hjá nágrannanum. Ekkert smá ömurlegt pakk.

Ársól gengur núna um og spekulerar um hvar sé best að setja upp myndavélar þar sem er hægt að vakta húsið okkar og góma svona óprúttna þjófa og ræningja. Hana grunar líka alla sem ganga framhjá núna...þetta eru kannski þeir. Og í morgun þegar við ætluðum að hjóla af stað í skólann þá var sprungið á hjólinu mínu og var hún þá viss um að þarna hefðu fúlmennin verið að verki á nýjan leik.

En þið fúlmenni og ræningjar........ég góma ykkur næst!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim