Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, desember 01, 2005

.....................
..........er enn á lífi og enn heimavinnandi, eiginlega er varla hægt að kalla mig vinnandi, kannski meira heimagangandi, því það fer nú ekkert rosalega fyrir vinnunni. Náði nú samt að taka til í einum skáp en það var gert af illri nauðsyn fremur en af dugnaði. Var að leita af dótinu í aðventukransinn og bryjaði að gramsa þarna inni og vissi ekki af mér fyrr en ég var búinn að tæta allt út og umturna herberginu. Það var þess vegna bara tvennt í stöðunni, grýta öllu inn aftur og skella skápnum fast á eftir mér (og eiga í hættu að þetta myndi flæða út við næstu heimsókn í skápinn) eða raða þessu skipurlega inn, bara að því tilefni að það styttist í jólin. Og ég valdi síðari kostinn, en það var líka það eina sem ég náði að gera þann daginn. Og ætli verkefni dagsins verði þá ekki að þvo gluggana svo ég geti farið að hengja seríur og jólaskraut upp í þá, verð nú samt að finna rúðuspreyið fyrst og ætli það leynist ekki í einhverjum öðrum skáp og þá verð ég örugglega að taka til í honum áður en ég get leitað!!

Annars hitti ég gamla nágranna frá Raskinu í gærkvöldi, Birgittu og Anný. Og við gátum sko malað, gott að komast í maligírinn þar sem er hægt að tala endarlaust um allt og ekkert.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim