Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Hver er að tala um leti....

kominn miðvikudagur og ég er auðvitað komin heim úr stórborginni þar sem ég passaði litlu grísina mína, þau Auði og Fjalar. Gekk fínt í alla staði enda eru þau algjör ljós (sérstaklega mikil ljós þegar foreldrarnir eru ekki nálægt!!), fékk reyndar svolítið minni svefn en venjulega og var hálf tuskuleg á sunnudaginn þegar við komum heim. Ársól vaknaði síðan ælandi á sunnudagsnóttinni og var lasin heima á mánudaginn. Kvöddum síðan Sigrúnu Hörpu og Jónas og þeirra börn á sunnudagskvöldið með steinbít og tilheyrandi. Leiðinlegt að vera alltaf að kveðja fólk, en svona virkar lífið hérna, fólk týnist til baka aftur á klakann og ætli það endi ekki með að maður fylgi í kjölfarið og flytjist búferlum til landsins kalda.

Er núna á fullu í grímubúningaframleiðslu, heimasætan er ekki sú auðveldasta í þeim efnum. Vill endilega vera mína mús og svoleiðis búningar eru ekki í hillum búðanna hérna, þar sem allar stelpur frá 2-10 ára vilja vera prinsessur eða englar!! Svo þá er ekkert annað til ráða en að draga fram saumamaskínuna og byrja á herlegheitunum. Er strax komin í vandræði þar sem ég byrjaði á hettunni... hvernig fæ ég svona risa músareyru til þess að standa beint út í loftið? Þau vilja bara annaðhvort liggja beint fram eða aftur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim