Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, mars 16, 2006

Agalegt andleysi hérna megin, ekkert sérstakt að gerast og þá er bara ekkert til að segja frá. Lífið gengur sinn vanagang eftir langan veikindapakka, Ársól skólast, ég mæti reglulega í keramik og fleira skemmtilegt. Við notuðum helgina í margskonar loppumarkaði, uppgötvuðum alveg nýjan risa loppumarkað sem er í gamalla mjólkurstöð hérna fyrir utan Odense. Þar var ógrynni að skoða og hefðum geta eytt nokkrum tímum þar inni, vorum bara frekar sein í því og náðum því bara að kíkja aðeins á það helsta, en það verður farin önnur ferð fljótlega. Auðvitað gátum við eytt smá peningum í svona hluti sem eru svo skemmtilegir´, keyptum m.a. konuborð og fjóra flotta stóla við, þetta er svona ekta borð til þess að sitja saman og kjafta, drekka súkkulaði og borða hnallþóru. Á bara eftir að finna rétta kaffistellið, það hlýtur að finnast á næsta loppumarkaði.
þar til síðar þegar andinn hefur fundið mig, adíós

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim