Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, mars 08, 2006

Fyrsti skóladagurinn eftir langa pásu

Ársól var að fara í fyrsta skipti í skólann eftir að við komum heim og þá er liðinn heill mánuður síðan hún var þar síðast. Eftir íslandsferðina, lagðist einhver skítapest yfir hana og endaði með lungnabólgu og herlegheitum. Í gær sagðist hún vera hálfkvíðin því að fara í skólann, það væri alveg eins og að hún væri að byrja í nýjum skóla!!

En þessi veikindi á heimilinu þýða líka að ég hef ekkert komist í keramik í langan tíma og svo sannarlega komin tími til að fá smá útrás á leirnum, já og ég tala ekki um að hitta hinar girlurnar. Ætla þess vegna að skella mér í Baðstuen á eftir og taka pínulítið á.

Fengum stutta en skemmtilega heimsókn í fyrradag, Kristín mákona kíkti við á leið sinni um Danmörkina, reyndar er hún ekki mákona mín, en hún er sko mákona hans Daða sem er mágur minn. Ársól var svo ansi heppin að hún skildi eiga leið hjá því hún fékk pakka með bratzstelpunni Chloe frá henni. Hún fékk reyndar líka pakka á mánudaginn, þá kom Ólöf færandi hendi með veikindapakka-sagðist vita hvað það væri grautfúlt að liggja veikur heima og komast ekkert út. bjargaði alveg deginum hjá okkur þar sem við héldumst uppteknar lengi með að púsla saman fiðrildinu sem hún kom með.

Bið að heilsa þar til síðar og vona að við séum búin með veikindarpakka ársins á þessu heimili

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim