Þetta var fyndið í fyrsta skipti en ekki núna eftir tæp 4 ár...
Ans., djö., helv., grasasnar fífl og fáráðar, jábbs sorrý orðbragðið svona snemma morguns en nú er mér að mæta´, ætla að kenna þessum ösnum hvenær það er mikilvægt að skafa göturnar og hvenær ekki, já og í leiðinni þá ætla ég að leiðbeina þeim um rétta verkfærin og vinnuvélarnar í þess háttar vinnu og hana nú.
Var að keyra Gumma í skólann áðan og það var umferðaöngþveiti frá provstegaardskólanum og alla leið út í Tækniskóla. ó mæ god. Öngþveitið var vegna þess að þessir grasasnar voru að sópa göturnar á fjórum traktorum sem keyrðu allir hver á eftir öðrum og fylltu rúmlega 2 akreinar, og hverju voru þeir að sópa jújú einmitt þessum nokkru snjókornum sem ekki bráðnuðu um leið og þau féllu á rennblautt malbikið. Þegar við urðum fyrst vitni af þessu fyrir tæpum 4 árum þá fannst okkur þetta óhemju fyndið og kannski fyndnast að enginn virtist kippa sér upp við þessar tafir í umferðinni en núna, ég get ekki sagt að mér hafi verið skemmt, nei síður en svo rauk úr mér eins og ég væri eldfjall og var næstum búin að taka áhættuatriði dauðans sem fólst í því að stökkva út um gluggan á bílnum okkar á ferð og beint upp í fremstu dráttavélina, hertaka vélina og keyra henni upp á fjall. En það sem klikkaði er að það var ekkert fjall í nágrenninu og ég komst heldur ekkert út um gluggann!!
Það er bara hollt fyrir hjartað að æsa sig svona snemma morguns ik os'. Fær adrenalínið aðeins af stað en ef það kemur í fréttunum um stolnar dráttavélar í Odense þá má sjálfsagt finna þær á Ivarsveginum!!
Hafið það nú gott í dag og munið að það er hollt og gott að æsa sig, sérstaklega notarlegt að nota tímann á meðan maður situr í bílnum að öskra á samferðafólk sitt í umferðinni. Það heyrir ekkert hvað þú ert að öskra og þú sérð það fólk (vonandi) hvort sem er aldrei aftur!!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim