Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, mars 23, 2006

Madpakke i vuggestofuna, í leikskólann, í barnaskólann, menntaskólann, háskólann í vinnuna, helgartúrana og nú síðast á fæðingardeildina!!

Já ég held þeir eigi nú met í matarpakkasmurningu þessir blessuðu samlandar mínir hérna í Danmörkinni. Við Gummi fórum í gær og skoðuðum fæðingardeildina, svona til þess að vita hvar maður ætti nú að mæta þegar barnið boðar komu sína. Eitt af því helsta sem við fengum að vita var að maðurinn ætti að taka með sér matarpakka, þetta sagði hún þrisvar sinnum til þess að við myndum nú örugglega muna eftir því að smyrja matpakkann áður en við leggjum af stað á sjúkrahúsið. váááá ekki hægt að segja annað. Eins gott að við munum eftir þessu, annars gæti Gummi dáið úr hungri og volæði.

Ég á líka orðið rosalega stóra stelpu, sem ég vill halda allt of oft að sé bara enn lítil!! Í morgun sagðist hún ætla að hjóla alein heim úr skólanum, eitthvað sem hún hefur ekkert verið allt of viljug að gera. Málið er að við sækjum hana alltaf og það eru nokkrar götur sem hún þarf að fara yfir til þess að komast heim. En engin mjög stór sem betur fer. En mér er sama þetta er hellings mál fyrir mig taugaveikluðu mömmuna.

Búin að fara í bakaríið í morgun og svo koma stelpurnar í brunch á eftir, notó ekki satt.

Þar til síðar kv. Freyja

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim