Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Ömurlegir vinir-eins gott að ég á þá ekki

Sá í fyrradag auglýsingu í mbl um íbúð til leigu í Kópavoginum, hringdi auðvitað út af henni og reyndi allan daginn en alltaf var slökkt á gemsanum sem var gefinn upp í augýsingunni...já já var farið að gruna ýmislegt en hélt í vonina og hélt áfram að hringja. Náði loksins í gegn og þá kom í ljós að þessi auglýsing var bara gabb sem vinir hans hefðu gert í honum og gaurinn sem ég talaði var frekar fúll og pirraður yfir öllum þessum hringinum. Gaman að eiga svona vini, ekki myndi ég vilja eiga þá allavega.

Annars er loksins komið sumar og það er ekkert smá yndislegt. Úti er heitt, hægt að fara berfættur í bæinn í klippklapp skónum sínum sem er bara frábært. Við Ársól sátum áðan úti í góða veðrinu og sóluðum okkur, hún fór í bikini og alles, fór reyndar í bol utanyfir þar sem hitinn er kannski ekki alveg orðinn svo mikill að maður geti spókað sig um á svoleiðis fatnaði.

Væri ekki bara tilvalið ef barnið léti sjá sig þann 4. maí 2006, 040506, svona fyrst það ætlar að láta bíða eftir sér!! Finnst það svolítið cool. Er búin að plana miklar fjallagöngur og svaðilfarir þann 3. maí......híhí

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim