Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, júní 17, 2006

Sautjándi júní...

...í dag, jábbbs það er dagurinn. Enginn skrúðganga, engar blöðrur ekkert fjör, glatað alveg. Hefði gleymt þessum merka degi ef Eydís hefði ekki látið mig vita. Við Ársól getum nú eflaust fundið upp á einhverju sniðugu ef við leggjum okkur fram, gætum trillað með vagninn niður í bæ og kíkt hvort sé eitthvað um að vera þar, já eða alla vega niður í Nettó og verslað í matinn, sjá hvað okkur verður úr verki.

Okkur gengur ansi rólega að pakka, einn og einn kassi er fylltur og svo ekki sögunnar meir, ætli þetta verði ekki svona klassískt panik ástand hérna um miðjan júlí, ekkert komið ofan í kassa og eftir að framkvæma helling....kæmi mér ekki á óvart! En það er algjör óþarfi að stressa sig yfir því núna, seinnitíma vandamál.

þar til síðar..

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim