Mínúta á milli mjalta...
Já eins og fyrri daginn þá geri ég lítið annað en að sjá til þess að ungi herrann fái nægilegan mat, sem þýðir jafnframt að það er ekki mikið stigið upp úr sófanum. Þetta er samt allt að komast í fastar skorður og hann er farinn að sofa eins og engill á milli mjalta, sem er alveg yndislegt. Komst í gær aðeins út í góða veðrið og hljóp eins og skrattinn með sláttuvélina út um allan garð- sem var alveg yndislegt, því ég var ekki másandi og blásandi eins og hvalur eins og síðast þegar ég sló garðinn. Þessi bumba var greinilega farin að segja til ´sín úthaldslega séð. Ársól spurði mig hins vegar þegar hún sá mig upp á spítala hvort ég væri með annað barn inn í maganum....hélt auðvitað að maginn myndi hverfa á fyrsta degi...nixen dixen hann er hér enn!
Ég setti inn nokkrar fleiri myndir af dreng inn á albúmið hans-finnst það ansi vel af sér vikið að ég skuli hafa munað hvað ég átti að gera! híhí
Biðjum að heilsa héðan út sólinni í Odense
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim